Teygjutími sem virkar

Gefðu þér 12 mínútur til þess að slaka á líkamanum og teygja á
Stundum þarf líkaminn ró og það sem við getum gert til þess að hjálpa honum er að gera slakandi æfingar sem róa taugakerfið og losar um streitu.

Róaðu taugakerfið og slakaðu á

Fylgdu Withsara á Instagram @withsaraofficial

Teygjur til þess að slaka á taugakerfinu og róa hugann

Öll getustig • Allur líkamann • 12 min
Þessi frábæri teygjutími hentar öllum getustigum og er markmið tímanns að slaka á kerfinu, róa líkamann og hugann og núllastilla sig. Á annasömum tímum þurfum við að hlúa extra vel að okkur og gefa okkur tíma í það sem við þurfum virkilega á að halda.

Okkar markmið inn á Withsara er að styrkja og efla líkamann og hugann. Við vinnum mikið með eigin líkamsþyngd og gerum æfingar sem virka, fyrir alla. Við leggjum líka mikið uppúr því að hlúa vel að sér og hlusta á líkamann þannig á þeim dögum sem við þurfum að slaka á þá bjóðum við upp á teygjur, yoga, hugleiðslu og öndunaræfingar. Við eflumst nefnilega ekki bara á því að vinna á styrk heldur líka þegar við slökum. Þegar fundið er jafnvægi í þessu tvennu þá styrkjumst við að innan sem utan og vinnum heilnæmt að hraustri og heilbrigðari líkama.